17.6.2008 | 15:51
Spegill
Að umbera er guðs gjöf. Þessir foreldrar hefðu getað farið góðviljugari leið en þessa.
En þessari var sáð í hjörtu þeirra til að misgjörð þeirra yrði ljós.
Vona að þið sem þetta lesið getið fundið það í hjarta yðar að fyrirgefa.
Fyrirgef oss vorar skuldir, svo sem vér og fyrirgefum vorum skuldu nautum.
Ákærð fyrir morð á 13 ára pilti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 15:27
Stærsta útgáfa vafra hingað til?
Loksins, loksins! Nú rétt vonar maður að tími þess að þurfa að bíða eftir því að skoða á alheimsvefinum á góðum hraða sé liðinn. Ég hef verið að notast við Beta útgáfuna af Firefox 3.0 og finnst mér hún stórfín og lofi öllu góðu. Bestu reynslur mínar af vafranum eru að þú ert enga stund að fara inná síður og þarft lítið sem ekkert að bíða, og hversu öruggur hann er.
Mikið er ætlast til vafrans og margir búnir að bíða spenntir eftir komu hans. En mun hann standa undir væntingum allra? Mín trú er sú að hann muni gera það. Það er líka frábært að hann er frír þannig að hverjum sem lystir geti niðurhalað honum.
Nú stefna þeir hátt og ætla að setja niðurhalsmet með útgáfu Firefox 3.0.
Náð nægi oss.
Firefox stefnir á met | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.6.2008 | 14:50
Á að ná bóbó?
Það ætti að leyfa birninum að fá að vera villtum hér á landi, hann er greinilega að flýja verra umhverfi. Varla viljum við henda innflytjendum úr landi vegna þess að þeir komi hingað í nauð. En kannski er það bara þannig að við þurfum að fá að velja hópa sem við teljum líklega til að gangast undir okur.
Gæti verið erfitt að fá hvítabjörninn til að vækslast í kerfi sem hann er ókunnur. Afleitt að fólk velji sér hópa sem það veit að það getur valtað yfir án þess að aðili komi upp orði í móti og finnist það allt í lagi.
En aftur að hinu sem máli skiptir.
Frábært að sjá góð viðbrögð í þetta skiptið og vonandi verður það svona í framtíðinni.
Gott að sjá líka að allir séu reiðubúnir til að aðstoða og leggja sitt af mörkum.
Jesú lifir!
Björgunaraðgerðir undirbúnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.6.2008 | 14:23
Hafið hljótt
Hrökk upp áðan þegar ég var að fletta á hinum veraldlega vefi og áttaði mig skyndilega á því að nú þyrfti að blogga. Fékk nefnilega hugboð.
"En Drottinn er í sínu heilaga musteri- öll jörðin veri hljóð fyrir honum!"
~Endilega skilja eftir álit.~
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 13:45
Guð og fjöll.
Enginn lætur smá rigningu aftra sér frá því að mæta í þjóðhátíðarhátíðarhöldin. Auk þess er mjög fallegt þarna. Mikilfenglegt að sjá fjöllin umvafin skýjum og smá þoku.
Hver elskar ekki fjöll?
"Allir" elska að standa við fjallsrót og horfa upp og sjá mikilfengleikann.
Þá beini ég þessu til trúaðra.
Fjallið sem við erum komnir til er ekki áþreifanlegt og á toppnum sjáum við saklaust lamb.
Dýrð sé guði.
Hvítt í fjöllum á þjóðhátíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.6.2008 | 13:23
BílaAkureyri.
Glæsilegt að sjá að þeir ná að halda þetta en eitt árið.
Hefði verið slæmt hefðu þeir eigi haldið þetta í ár, því margir eru að bíða eftir að komast á bíladaga.
Þökkum guði fyrir skilning. Já takk. :*
Amen!
Bíladagar á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Færsluflokkar
Eldri færslur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar